19.3.2011 | 10:11
Danir frekar skipulagđir
Frá ţví viđ fluttum til Danmerkur höfum viđ undrast mjög skipulagshćfileika Dana en svo virđist sem áriđ sé nánast planađ fram í tímann. Til ađ mynda fékk ég miđa inn um lúguna í janúar ţar sem ég var bođinn velkominn í Götugrill hérna í sveitinni, mér til mikillar undrunar, enda var ţá enn mjög kalt og ţótti mér ţetta einkennileg tímasetning. Viđ nánari athugun kom í ljós ađ götugrilliđ er í júlí og ég ţarf ađ ákveđa mig í maí og ţótti mér ţetta full snemmt en engu ađ síđur ágćtt ef mađur man ađ skrá ţetta inná dagataliđ sitt :) Sama gerđist í skólanum hjá börnunum en ţá kom miđi í janúar fyrir viđburđ sem er í maí. Sem sagt allt skipulagt í ţaula hérna hjá Dönunum. En svo virđast ţeir hinsvegar ekki vera eins nákvćmir hvađ varđar daglega skipulagningu enda er hér alltaf talađ um vikur. Ef ég panta pípara kemur hann í viku 10 og ég ţarf bara ađ bíđa heima í 5 virka daga eftir ađ hann komi og jafn einkennilegt og ársplaniđ er, finnst mér ţetta vikusystem ekki síđur einkennilegt og í raun mjög óţćgilegt. Ţetta getur veriđ gott kerfi fyrir Iđnađarmanninn og er í raun óskrifuđ regla heima á Íslandi líka í ţeirri grein - Ţetta eru bara svona smá vangaveltur um misjafnar vinnureglur en ég ólst allavega upp viđ ađ telja og ákveđa DAG-setningar í mínum plönum og einnig klukkan hvađ en ţar sem ég er búsettur í DK núna mun ég skrifa nćsta blogg í viku 12 :)
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.