Færsluflokkur: Menntun og skóli

Af námsmanni á Danskri grundu

Í júní 2010 fór ég til náms í Danmörku að nema "Multimedia Design" en tölvur og markaðstengd fræði hafa ávalt verið mér hugleikin og ákvað ég að efla mig á því sviði. Ákvörðun þessi var ekki auðveld þ.e. að flytja úr heimahögunum með fjölskylduna alla þessa leið með tilheyrandi raski og breytingum en nú er svo komið að ég tel þetta hafa verið eina bestu ákvörðun sem ég hef tekið. Eftir að komast úr því fjölmiðlafári sem ríkti og/eða ríkir á Íslandi fengum við frið til þess að móta okkur framtíðarstefnu án hræðsluáróðurs á hverjum degi sem glumdi og/eða glymur á Íslendingum alla daga. Hér hefur okkur gefist tími til stefnumótunar og eflingu ýmissa hugðarefna. Horfandi á landið mitt úr fjarska og í gegnum fréttir frá vinum finnst mér sem ég sjá ákveðið hræðsluáróðursstjórnarfar þar sem alið er á ótta fólks við breytingar og dregið er úr þori fólks í stað þess að þar fari fram uppbygging og ákvarðanataka um framtíð landsins. Það er mér hulin ráðgáta hversvegna þetta hefur þróast í þessa átt og ekki síður að svo virðist sem fólkið í landinu ætli að láta þetta viðgangast og taka kúgun sem þessari þegjandi og hljóðalaust ?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband