Kosningar í skugga útrásarvíkinganna...

...og er ég er búinn að taka rússíbanareið um páskana varðandi hvað skal kjósa...allt frá því að skila auðu í að skipta um flokk og svo aftur í að kjósa sama flokkinn og ég hef ávalt gert.  Nú horfði ég á þáttinn á Rúv í kvöld til að átta mig betur á stöðunni og þá fer skoðun mín aftur í liðinn "að skila auðu"  Ég er nú ekki fjörgamall en áhugamaður um pólitík og ég hef aldrei séð né heyrt annað eins...en næstu dagar verða afdrífaríkir og fá mig vonandi ofan af þeirri uppgjöf sem það er að skila auðu.

Kv, Bjarni Kr


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Bjarni minn, sem ætíð !

Hvers lags;  helvítis svartnættis hjal er þetta, Bjarni minn ?

Farðu; á morgun, síðdegis, að Sigtúnum, til Árna Vald. hvar hann hefir, í skjóli sínu, eitt vígja sjóhunda - og bændanna hliðhollu þungavigtarsveit, þeirra Guðjóns Arnars og garpa hans, þér til upplyftingar og forsorgunar góðrar. Heitt; á könnu fjandanum - sem og meðlæti, ríkulegt, og ei, við nögl skorið !

''Skila auðu''; hvað ??? 

Að minnsta kosti; þykist ég vita - eftir spjall mitt, og góðan kaffisopa, hjá Gísla Rafni og frú, skömmu áður en ég varð viðstaddur opnun, þeirra Grétars Mar, að Sigtúnum - að vandalaust yrði, að snúa hneigðum þeirra Gísla; frá Valhallar slektinu (við Hálaeiti, í Reykjavík), og yfir til þeirra Guðjóns, Bjarni minn.

Átti; að skila kveðjum góðum, frá þeim Gísla Rafni - meðan ég man. 

Með; hinum beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 23:51

2 identicon

Ahhhhh....................... Háaleiti, átti að standa þar. Afsakið; hroðvirknis fjandann.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband