Spilling og siðleysi

Sem námsmaður erlendis gefst mér kostur á að skoða landið okkar utanfrá bæði af fréttum frá vinum og úr íslenskum fjölmiðla fréttum. Það er mér illskyljanlegt að svo virðist vera að á engan hátt sé hægt að ná tökum á spillingunni sem ríkti í svokölluðu "Góðæri" - Spillingin heldur áfram og að mér sýnist af enn meiri krafti en áður, fyrst var það samráð olíufélaganna en nú eru það Kortafyrirtækin, Húsó og Byko og svo mætti lengi telja og svo virðist sem stjórnendum þyki ekkert að þessu. Hvað fór úrskeiðis í skólakerfinu eða samfélaginu sem gerði heila þjóð siðblinda ? Hvernig stendur á því að ríkisstjórnin horfi bara agndofa á þetta ? Ég er því miður hræddur um að enginn flokkur gæti tekið á þessum málum þar sem siðblindan virðist auk þess þrífast í gamalgrónum flokkum svo og hjá unga fólkinu. Þetta er mér hulin ráðgáta og þó sérstaklega að ekkert sé gert í málunum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband