16.3.2011 | 08:43
Mars í Danmörku
Nú vorar hratt hjá Dönum og vorverkin komin á fullt, hitastigið oftast yfir núllinu og upp í 10 gráður á daginn sem er bara heitt fyrir Íslending í Danmörku :) Í blaðinu í dag er manni sagt að í mars skoði maður hvort frostskemmdir hafi átt sér stað á húsinu í vetur og gott sé að huga að viðgerðum. En í garðinum sé ekki alveg komið að vorverkunum, þó megi fara að setja niður margar gerðir af fræjum fyrir það sem eigi að rækta í sumar. Fuglalífið sé að lifna við og gott sé að setja fugla kassa í tréin til að fá meira fugla líf í garðinn. Það sé vertíð hjá dýrunum núna og til að mynda sé Rebbi að fást við ungana sína á þessum tíma og því sést ekki mikið til hans þar sem hann er upptekinn við að koma á legg. Og svo það sem ég á síst að venjast að þá sé marsmánuður sá tími þegar skordýrin fara á stjá og nú fara að sjást ýmis skordýr, býflugur og flugur :) Þetta skrifa þeir í GiveAvis 15. mars og kemur þetta sér vel fyrir nýbúana á svæðinu, en svona skrif hafa verið í hverjum mánuði frá því ég flutti hingað, og kann ég að meta þetta þar sem ég þekki ekki svo mikið til né veit á hverju er von í hverjum mánuði fyrir sig. Það er skemmtileg tilbreyting að sjá vorið koma svona snemma og eiga ekki von á páskahreti og tilheyrandi ófærð svo nú er best að fara bara út í garð og njóta :) Set hérna með mynd af Dönsku konungshöllinni úr Legókubbum í Lególandi.
Bjarni Kr
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.