Alltaf eitthvað nýtt

Mér finnst fréttaflutningur um þetta blessaða ósonlag vera vægast sagt misjafn. Einn daginn eigum við ekki að hafa neinar áhyggjur af þessu og næsta dag er allt á leið í glötun ef ósonlagið þynnist. Þar sem ég er búsettur í Danmörku núna er þá spurning að fara ekki út í sumar sökum hættu á útfjólubláum geislum, svona allavega miðað við þessa frétt :) Væri gaman að heyra frá ykkur hvað er rétt í þessu ?
Kv, BK
mbl.is Stórt gat á ósonlaginu yfir norðurskauti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af námsmanni á Danskri grundu

Í júní 2010 fór ég til náms í Danmörku að nema "Multimedia Design" en tölvur og markaðstengd fræði hafa ávalt verið mér hugleikin og ákvað ég að efla mig á því sviði. Ákvörðun þessi var ekki auðveld þ.e. að flytja úr heimahögunum með fjölskylduna alla þessa leið með tilheyrandi raski og breytingum en nú er svo komið að ég tel þetta hafa verið eina bestu ákvörðun sem ég hef tekið. Eftir að komast úr því fjölmiðlafári sem ríkti og/eða ríkir á Íslandi fengum við frið til þess að móta okkur framtíðarstefnu án hræðsluáróðurs á hverjum degi sem glumdi og/eða glymur á Íslendingum alla daga. Hér hefur okkur gefist tími til stefnumótunar og eflingu ýmissa hugðarefna. Horfandi á landið mitt úr fjarska og í gegnum fréttir frá vinum finnst mér sem ég sjá ákveðið hræðsluáróðursstjórnarfar þar sem alið er á ótta fólks við breytingar og dregið er úr þori fólks í stað þess að þar fari fram uppbygging og ákvarðanataka um framtíð landsins. Það er mér hulin ráðgáta hversvegna þetta hefur þróast í þessa átt og ekki síður að svo virðist sem fólkið í landinu ætli að láta þetta viðgangast og taka kúgun sem þessari þegjandi og hljóðalaust ?

Sumarblíða dag eftir dag.

Veðurblíðan í maí var virkilega þörf og sér maður nú alla í götunni hjá mér, úti í garði að gera fínt, klippa og raka og svo fr.  Krakkarnir leika sér frammá kvöld í boltaleikjum og á trampólínum og svo virðist sem þjóðfélagið sé að komast í einhversskonar jafnvægi eftir jarðskjálftann í bankakerfinu.  fólk virðist taka ástandinu með æðruleysi enda ekkert annað í boði þar sem ekki eru neinna aðgerða að vænta frá Ríkisstjórninni.  Maður spyr sig...hvað þurfa þau langan tíma til að búa til aðgerðaplan ?  Ef þau þurfa marga mánuði í að búa það til, hljóta þau að þurfa ansi mörg ár í að íta því úr vör :)

Ættu að spara í markaðskostnaði...

...og láta afsökunarbeiðnina duga...það fer ekkert meira í taugarnar á mér en herferðir nýju bankanna til að reyna að öðlast traust á ný...þar rúlla tugir milljóna í mánuði út úr bönkunum við að reyna að glepja okkur aftur ?  Hvað er málið...hættið að auglýsa og snúið aykkur að alvöru málum...

Kv, Bjarni Kr


mbl.is Baðst afsökunar á mistökum bankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningar í skugga útrásarvíkinganna...

...og er ég er búinn að taka rússíbanareið um páskana varðandi hvað skal kjósa...allt frá því að skila auðu í að skipta um flokk og svo aftur í að kjósa sama flokkinn og ég hef ávalt gert.  Nú horfði ég á þáttinn á Rúv í kvöld til að átta mig betur á stöðunni og þá fer skoðun mín aftur í liðinn "að skila auðu"  Ég er nú ekki fjörgamall en áhugamaður um pólitík og ég hef aldrei séð né heyrt annað eins...en næstu dagar verða afdrífaríkir og fá mig vonandi ofan af þeirri uppgjöf sem það er að skila auðu.

Kv, Bjarni Kr


Fyrsta bloggið mitt á Moggabloggi...

...og vonandi ekki það síðasta.  Sá að fornvinur minn Óskar Hinn Helgi er einmitt staddur hér og verður virkilega gaman að fylgjast með því em gengur á.

Kveðja, Bjarni Kr


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband