Alltaf eitthvað nýtt

Mér finnst fréttaflutningur um þetta blessaða ósonlag vera vægast sagt misjafn. Einn daginn eigum við ekki að hafa neinar áhyggjur af þessu og næsta dag er allt á leið í glötun ef ósonlagið þynnist. Þar sem ég er búsettur í Danmörku núna er þá spurning að fara ekki út í sumar sökum hættu á útfjólubláum geislum, svona allavega miðað við þessa frétt :) Væri gaman að heyra frá ykkur hvað er rétt í þessu ?
Kv, BK
mbl.is Stórt gat á ósonlaginu yfir norðurskauti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ósón hysterían er að öðlast endurnýjun lífdaga. Lítið heyrst af henni síðan loftslagshysterían yfirtók heimsendaumræðuna.

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.3.2011 kl. 08:00

2 Smámynd: Sveinn Ríkarður Jóelsson

Ég held að aðal málið nú eins og áður sé að passa að sólbrenna ekki, verða í mesta lagi fölbleikur.

Sveinn Ríkarður Jóelsson, 15.3.2011 kl. 08:31

3 identicon

Inngangurinn að þessari frétt erlendis virðist  benda til að þetta stafi af einhvers konar kuldakasti yfir norðurpólnum. sbr.

"Unusually low temperatures in the Arctic ozone layer have recently initiated massive ozone depletion. The Arctic appears to be heading for a record loss of this trace gas that protects the Earth’s surface against ultraviolet radiation from the sun. This result has been found by measurements carried out by an international network of over 30 ozone sounding stations spread all over the Arctic and Subarctic and coordinated by the Potsdam Research Unit of the Alfred Wegener Institute for Polar and Marine Research in the Helmholtz Association (AWI) in Germany"

sumsé eitthvað veðurtengt frekar en  flúorsambönd, Enda kannski erfitt að líga þann gamla draug upp, því ef ég man rétt þá er kannski rúmt ár eða tvö síðan  umhverfisstofnun SÞ hélt opinbera jarrðarfararveislu yfir draugsa. Spurning hvernig þeir ætla svo að kúpla þessu inn í heimshlýnunadrauginn, hann er kominn að fótum fram, og veitir ekki af smá  súrefnis , nei fyrgefðu ózóninnspýtingu.

Bjössi (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 23:43

4 Smámynd: Sveinn Ríkarður Jóelsson

Eitthvað af þessu flúor draugum voru samt langlífir, ef ég man rétt þá var það reiknað eða mælt að sum af þessum efnum eyða ósóni í 50 ár eftir að þeim er sleppt eða að það tók þau 50 ár að berast þarna upp og byrja, svo að eyðinging í dag eru efni sem sleppt var á 50 ára tímabili aftur í tímann héðan í frá, álamt náttúrulegum sveiflum auðvitað.

Ég er ekkert viss en mig minnir þetta ansi sterkt.

Sveinn Ríkarður Jóelsson, 16.3.2011 kl. 08:24

5 identicon

Það sem ég átti við með að Umhverfisnefnd SÞ hefði haldið opinbera jarðarfararveislu flúordrasugsins var að það að þegar holan yfir Suðurskautinu mælist með því  minnsta frá upphafi mælinga að minnir að það hafi verið útkoman f. árin 2006 og 2007, þá kom fréttatilkynning frá umræddri stofnun um að ozonlagið hefði náð sér að fullu eftir árás flúordraugsa, og þakkaði það Montreal samkomulaginu, og auðvitað líka árvökulli gæslu stofnunarinnar. Sem sagt opinber útför draugsins vonda  og  fóru allir glaðir heimað henni lokinni. Vont mál ef hann verður að uppvakningi , svo það hlýtur að vera eitthvað annað sem veldur núna, en þá fer ekki á milli mála að einhver spyrji hvor draugurinn hafi verið raunverulegur eða bara ímyndun. Ég er alveg til í að trúa að hann hafi veri að minnsta kosti að einhverju leyti raunverulegur, og flúorbannið hafi verið hið besta mál, en svona ef nú eru að koma í ljós fleiri áhrifavaldar í dæminu , þá spyr maður auðvitað í framhaldinu, hvað var draugsi þá raunverulega stór, og ef hann hafi nú bara verið smátiittur hvort þá hafi ekki verið búið til alltof SÞ embætti til að passa upp á hann. Og það var nú eiginlega á þeim nótum sem pælingin hjá mér hérna að ofan var, ég var eiginlega ekkert að pæla í því hvor líkið gæti spriklað í einhver ár eftir dauðann.

Bjössi (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 16:16

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Loftslagshysterían er að búa til fjölda starfa

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.3.2011 kl. 16:35

7 Smámynd: Morten Lange

Þegar á árunum 1988 - 1989 þegar ég skrifaði mastersritgerð um loftslagsbreytingar, gerði ég mér grein fyrir, eftir lestur vísindagreina og fikt með likön, að þegar koltvísýring og aðrar gróðurhúsalofttegundir aukast í andrúmsloftinu, þá mun að öllum líkindum jafnvægið stila sér þannig að meiri af hitanum er fangaður nær yfirborðinu.  Þannig munu háloftin kolna þegar yfirborðið er "pakkað inn í dýnu". Ósonlagið nýtur eki lengur góðs af eins hitanum frá yfirborði jarðar og áður. Þess vegna kolnar ósonlagið. Og það er þrennt sem hraðar niðurbroti ósóns : 

  1. Kuldi sem gera það verki að ískrystallar myndast.   Þess vegna er gatið aðallega um vorið en ekki um sumar
  2. Sólarljós - þess vegna kemur gatið um vorið
  3. Klór og svipuð efni í tilteknu formi, til dæmis frá Klórflúórkolefni, sem var notað til kælinga og mörgu öðru.

Sjá neðst á þessa síðu við hlið þversniði af lofthjúpnum :

http://www.ucsusa.org/global_warming/science_and_impacts/science/ozone-hole-and-gw-faq.html

En svo má ekki gleyma að loftstreymar tengd veðrakerfin hafa líka sitt að segja hvað varðar hvort kalda loftið yfir (norður)pólnasvæðinu blandast heitara lofti.

Morten Lange, 21.3.2011 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband