Skrýtin kynning á ferlinu

Þar sem ég er búsettur í Danmörku hef ég ekki heyrt mikið um tímasetningar varðandi utankjörstaða atkvæðagreiðslu. Sá svo skilaboð í dag á facebook um að utankjörstaðar kosning væri í dag og á morgun í Horsens. Ég brunaði þangað hið snarasta þar sem ég kemst ekki á morgun og kom 15:01 á staðinn og gat ekki kosið þar sem það lokaði kl 15 :) Ræðismaðurinn sagði mér hinsvegar að það yrði kosið síðar í Herning en hann vissi ekkert um tímasetningar. Finnst skrýtið að hafa hvorki heyrt af þessu né fengið neina kynningu á málinu sem á að kjósa um þó ég sé viss í minni sök og mun segja NEI - En það er eins og verið sé að kynna þetta sem minnst fyrir fólki hérna og manni dettur þá í hug til þess að fækka fólki sem mun mæta á kjörstað ? Skrýtið...
mbl.is Á annað hundrað kusu í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Bjarni; sem jafnan !

Einungis; dæmigerð vinnubrögð, af hálfu Ögmundar Jónassonar - og hans fólks, í ráðuneytinu.

Reyndar; er þýðingarmeira fyrir þig, að reyna að spjalla við ljósastaurinn, hið næsta þér, fremur en Ögmund.

Ljósastaurinn er; þér mun gagnlegri, til viðræðna; þér, að segja.

Með; þeim sömu kveðjum til ykkar - sem og, á dögunum /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 16:51

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Bjarni þetta er skrítið og í sjálfu sér sorglegt að Ríkisstjórnin skuli haga sér svona í þessu... En virðist vera háttur Þessa Ríkisstjórnar að haga sér svona...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 16.3.2011 kl. 17:46

3 identicon

Frændi sæll !

Það er sama sagan og þegar við kusum síðast.  Þá var nánast engin kynning á því hvað kosningin væri um, og svo mættu þessir kjánar (JS & SJS) ekki á kjörstað. Þau sýndu stjórnarskrárvörðum rétti lýðræðis algera fyrirlitningu með því að tala niður til forsetans þegar hann hafnaði Icesave 2.  Hvar í heiminum væri það látið líðast að ríkisstjórn gerði lítið úr þjóðhöfðingjanum en á Íslandi ?

Mér er sem ég sæi forsætisráðherra Danmerkur gera lítið úr drotningunni, og komast upp með það.

ALDRIG I LIVET !!!!!!

Kristinn (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 17:59

4 Smámynd: Bjarni Kristinsson

Nákvæmlega, það er meira en lítið "að" greinilega - Hvenær verður byltingin :)

Bjarni Kristinsson, 16.3.2011 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband