Skemmtileg frétt :)


DagbladÞetta dagblað fann frúin mín í "Genbrugs" verslun hérna í Danmörlu þegar hún keypti sér pappír til að pakka inn.  Fréttin á forsíðunni var þó heldur merkileg enda blað frá janúar 1924 og verð ég að fá að deila þessu með ykkur :) 


Ánægður með Sigmund Davíð

Svona á að láta þessa kappa heyra´ða. Þetta er náttúrulega bara hræðsluáróður út í eitt til að geta hrósað sjálfum sér síðar. Ömurlegt að horfa uppá þetta og svo virðist sem Sigmundur og Forsetinn séu þeir einu sem þori að setja ofaní við þessa kappa og ríkisstjórnina. Þrátt fyrir að aðhyllast ekki stefnu Framsóknarflokksins þá verð ég að segja að Sigmundur hefur oftar en ekki komið með skemmtileg útspil með góðan rökstuðning. Meira svona Sigmundur og þessu þarf auðvitað að fylgja að þeir menn sem haga sér svona í starfi eiga að finna sér aðra vinnu eða þá að það þarf að hjálpa þeim við þá ákvörðun og losa þá frá starfi. kv, Bjarni Kr
mbl.is Gagnrýnir Seðlabanka harðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Magnað tungl

Seinnipartinn í gær fór ég út í smá vortiltekt þar sem hér liggja greinar og könglar um allt eftir veturinn. Varð þá var við þetta ofurtungl og las svo í fréttum þegar ég kom inn að staða tunglsins væri mjög sérstök um þessa helgi þar sem það væri óvenju nálægt jörðinni. Ég stökk til og reyndi að ná góðum myndum af ástandinu, en að mínu mati án árangurs þar sem birtan var mun fallegri en myndirnar sýna. Set hérna samt nokkrar myndir til gamans af tunglinu á leiðinni niður og ef þið sjáið þá er það akkúrat að setjast bakvið stóra vindmyllu en hér í sveitinni er mikið af þeim á bæjunum enda rafmagn með ólíkindum dýrt :) 

Moon4moon5moon3moon2moon1


Danir frekar skipulagðir

DagatalFrá því við fluttum til Danmerkur höfum við undrast mjög skipulagshæfileika Dana en svo virðist sem árið sé nánast planað fram í tímann. Til að mynda fékk ég miða inn um lúguna í janúar þar sem ég var boðinn velkominn í Götugrill hérna í sveitinni, mér til mikillar undrunar, enda var þá enn mjög kalt og þótti mér þetta einkennileg tímasetning. Við nánari athugun kom í ljós að götugrillið er í júlí og ég þarf að ákveða mig í maí og þótti mér þetta full snemmt en engu að síður ágætt ef maður man að skrá þetta inná dagatalið sitt :) Sama gerðist í skólanum hjá börnunum en þá kom miði í janúar fyrir viðburð sem er í maí. Sem sagt allt skipulagt í þaula hérna hjá Dönunum. En svo virðast þeir hinsvegar ekki vera eins nákvæmir hvað varðar daglega skipulagningu enda er hér alltaf talað um vikur. Ef ég panta pípara kemur hann í viku 10 og ég þarf bara að bíða heima í 5 virka daga eftir að hann komi og jafn einkennilegt og ársplanið er, finnst mér þetta vikusystem ekki síður einkennilegt og í raun mjög óþægilegt. Þetta getur verið gott kerfi fyrir Iðnaðarmanninn og er í raun óskrifuð regla heima á Íslandi líka í þeirri grein - Þetta eru bara svona smá vangaveltur um misjafnar vinnureglur en ég ólst allavega upp við að telja og ákveða DAG-setningar í mínum plönum og einnig klukkan hvað en þar sem ég er búsettur í DK núna mun ég skrifa næsta blogg í viku 12 :)

Frekar misvísandi fréttaflutningur

Er það bara ég eða er þetta illa uppsett frétt ? Er þá heildar talan 2% eða á að leggja við hækkunina á 6 mán og 3 mán tímabili. Er verið að reyna að blása lífi í fasteignamarkaðinn með þessum fréttaflutningi eða eru frétta menn bara að reyna að fá fólk til að klikka á vefinn með þessari fyrirsögn ? Mætti líka gjarnan bera saman tölur frá því fyrir lækkun og svo fr. Hafði þá trú að mbl væri ekki með samskonar fréttaflutning og Pressan sem reynir bara að finna fyrirsagnir sem fólk klikkar á til að komast ofar á vinsældarlistanum hjá Modernus en kanski er mbl komið í samskonar keppni ?
mbl.is Fasteignaverð hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fuglasöngur með morgunkaffinu

HreiðurÍ morgun fór ég út að venju og gaf á staurinn, eins og við köllum það, en hér í sveitinni er engum mat hent þar sem fuglalífið í garðinum er mjög blómlegt og margir munnar sem vilja fá afgangana. Við erum með afsagað tré þar sem eftir stendur ca. 1 metri af trjábolnum uppúr jörðinni og þar gefum við þessum skemmtilegu nágrönnum sem nú um þessar mundir syngja af miklum krafti og boða vorið. Brauðskorpur og eplabitar er þvílíkt góðgæti fyrir þessa litlu munna og er það okkur mikil unun að fá að njóta samveru þessara litlu vina. Ekki skemmir að börnin taka virkan þátt í þessu og er því um uppeldislegt atriði að ræða bæði hvað varðar að henda ekki mat og að gefa náttúrunni til baka. Í morgun sá ég tvær litlar finkur plokka í staurinn en maturinn var löngu búinn svo ég stökk út með epla afgang frá í gær og 2 brauðskorpur og viti menn, nú sitja tvær finkur og gæða sér á þessum herramanns mat og syngja hástöfum fyrir mig til skiptis. Yndislegt að drekka morgunkaffið sitt og horfa og hlusta á þessa vorboða :) Set hérna mynd af einu hreiðri frá í fyrra en sökum staðsetningar gat ég ekkert notað stigann allt sumarið þar sem við hróflum ekki við fuglum með unga í hreiðri :)

Skrýtin kynning á ferlinu

Þar sem ég er búsettur í Danmörku hef ég ekki heyrt mikið um tímasetningar varðandi utankjörstaða atkvæðagreiðslu. Sá svo skilaboð í dag á facebook um að utankjörstaðar kosning væri í dag og á morgun í Horsens. Ég brunaði þangað hið snarasta þar sem ég kemst ekki á morgun og kom 15:01 á staðinn og gat ekki kosið þar sem það lokaði kl 15 :) Ræðismaðurinn sagði mér hinsvegar að það yrði kosið síðar í Herning en hann vissi ekkert um tímasetningar. Finnst skrýtið að hafa hvorki heyrt af þessu né fengið neina kynningu á málinu sem á að kjósa um þó ég sé viss í minni sök og mun segja NEI - En það er eins og verið sé að kynna þetta sem minnst fyrir fólki hérna og manni dettur þá í hug til þess að fækka fólki sem mun mæta á kjörstað ? Skrýtið...
mbl.is Á annað hundrað kusu í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mars í Danmörku

 

Legoland

Nú vorar hratt hjá Dönum og vorverkin komin á fullt, hitastigið oftast yfir núllinu og upp í 10 gráður á daginn sem er bara heitt fyrir Íslending í Danmörku :) Í blaðinu í dag er manni sagt að í mars skoði maður hvort frostskemmdir hafi átt sér stað á húsinu í vetur og gott sé að huga að viðgerðum. En í garðinum sé ekki alveg komið að vorverkunum, þó megi fara að setja niður margar gerðir af fræjum fyrir það sem eigi að rækta í sumar. Fuglalífið sé að lifna við og gott sé að setja fugla kassa í tréin til að fá meira fugla líf í garðinn. Það sé vertíð hjá dýrunum núna og til að mynda sé Rebbi að fást við ungana sína á þessum tíma og því sést ekki mikið til hans þar sem hann er upptekinn við að koma á legg. Og svo það sem ég á síst að venjast að þá sé marsmánuður sá tími þegar skordýrin fara á stjá og nú fara að sjást ýmis skordýr, býflugur og flugur :) Þetta skrifa þeir í GiveAvis 15. mars og kemur þetta sér vel fyrir nýbúana á svæðinu, en svona skrif hafa verið í hverjum mánuði frá því ég flutti hingað, og kann ég að meta þetta þar sem ég þekki ekki svo mikið til né veit á hverju er von í hverjum mánuði fyrir sig. Það er skemmtileg tilbreyting að sjá vorið koma svona snemma og eiga ekki von á páskahreti og tilheyrandi ófærð svo nú er best að fara bara út í garð og njóta :) Set hérna með mynd af Dönsku konungshöllinni úr Legókubbum í Lególandi.

Bjarni Kr 


Spilling og siðleysi

Sem námsmaður erlendis gefst mér kostur á að skoða landið okkar utanfrá bæði af fréttum frá vinum og úr íslenskum fjölmiðla fréttum. Það er mér illskyljanlegt að svo virðist vera að á engan hátt sé hægt að ná tökum á spillingunni sem ríkti í svokölluðu "Góðæri" - Spillingin heldur áfram og að mér sýnist af enn meiri krafti en áður, fyrst var það samráð olíufélaganna en nú eru það Kortafyrirtækin, Húsó og Byko og svo mætti lengi telja og svo virðist sem stjórnendum þyki ekkert að þessu. Hvað fór úrskeiðis í skólakerfinu eða samfélaginu sem gerði heila þjóð siðblinda ? Hvernig stendur á því að ríkisstjórnin horfi bara agndofa á þetta ? Ég er því miður hræddur um að enginn flokkur gæti tekið á þessum málum þar sem siðblindan virðist auk þess þrífast í gamalgrónum flokkum svo og hjá unga fólkinu. Þetta er mér hulin ráðgáta og þó sérstaklega að ekkert sé gert í málunum.

Nú vorar í Danmörku

KrókusarGróðurinn í Danmörku lifnar hratt við þessa dagana og má sjá brum á flestum trjám auk þess sem fuglasöngur í trjánum er farinn að aukast með hverjum deginum sem líður. Ekki er minna líf í mannfólkinu en þegar ekið er um Danskar sveitir má sjá stórtækar vinnuvélar á öllum ökrum við vorverkin. Meðal þess sem fylgir vorverkunum er áburður á tún og hér í minni sveit er mest notað lífrænt sem gefur augaleið að lyktar öðruvísi en það boðar um leið vorið. Krókusarnir skjóta sér upp úr grasinu víðsvegar um garðinn og læt ég fylgja hér mynd af þeim fallega vorboða :)Kv, BK
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband