17.12.2011 | 09:51
Skemmtileg frétt :)
Þetta dagblað fann frúin mín í "Genbrugs" verslun hérna í Danmörlu þegar hún keypti sér pappír til að pakka inn. Fréttin á forsíðunni var þó heldur merkileg enda blað frá janúar 1924 og verð ég að fá að deila þessu með ykkur :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2011 | 08:12
Ánægður með Sigmund Davíð
Gagnrýnir Seðlabanka harðlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2011 | 08:56
Magnað tungl
Seinnipartinn í gær fór ég út í smá vortiltekt þar sem hér liggja greinar og könglar um allt eftir veturinn. Varð þá var við þetta ofurtungl og las svo í fréttum þegar ég kom inn að staða tunglsins væri mjög sérstök um þessa helgi þar sem það væri óvenju nálægt jörðinni. Ég stökk til og reyndi að ná góðum myndum af ástandinu, en að mínu mati án árangurs þar sem birtan var mun fallegri en myndirnar sýna. Set hérna samt nokkrar myndir til gamans af tunglinu á leiðinni niður og ef þið sjáið þá er það akkúrat að setjast bakvið stóra vindmyllu en hér í sveitinni er mikið af þeim á bæjunum enda rafmagn með ólíkindum dýrt :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.3.2011 | 10:11
Danir frekar skipulagðir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2011 | 20:43
Frekar misvísandi fréttaflutningur
Fasteignaverð hækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2011 | 08:07
Fuglasöngur með morgunkaffinu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2011 | 16:03
Skrýtin kynning á ferlinu
Á annað hundrað kusu í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.3.2011 | 08:43
Mars í Danmörku
Nú vorar hratt hjá Dönum og vorverkin komin á fullt, hitastigið oftast yfir núllinu og upp í 10 gráður á daginn sem er bara heitt fyrir Íslending í Danmörku :) Í blaðinu í dag er manni sagt að í mars skoði maður hvort frostskemmdir hafi átt sér stað á húsinu í vetur og gott sé að huga að viðgerðum. En í garðinum sé ekki alveg komið að vorverkunum, þó megi fara að setja niður margar gerðir af fræjum fyrir það sem eigi að rækta í sumar. Fuglalífið sé að lifna við og gott sé að setja fugla kassa í tréin til að fá meira fugla líf í garðinn. Það sé vertíð hjá dýrunum núna og til að mynda sé Rebbi að fást við ungana sína á þessum tíma og því sést ekki mikið til hans þar sem hann er upptekinn við að koma á legg. Og svo það sem ég á síst að venjast að þá sé marsmánuður sá tími þegar skordýrin fara á stjá og nú fara að sjást ýmis skordýr, býflugur og flugur :) Þetta skrifa þeir í GiveAvis 15. mars og kemur þetta sér vel fyrir nýbúana á svæðinu, en svona skrif hafa verið í hverjum mánuði frá því ég flutti hingað, og kann ég að meta þetta þar sem ég þekki ekki svo mikið til né veit á hverju er von í hverjum mánuði fyrir sig. Það er skemmtileg tilbreyting að sjá vorið koma svona snemma og eiga ekki von á páskahreti og tilheyrandi ófærð svo nú er best að fara bara út í garð og njóta :) Set hérna með mynd af Dönsku konungshöllinni úr Legókubbum í Lególandi.
Bjarni Kr
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2011 | 14:03
Spilling og siðleysi
15.3.2011 | 08:14
Nú vorar í Danmörku
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)