15.3.2011 | 08:14
Nú vorar í Danmörku
Gróðurinn í Danmörku lifnar hratt við þessa dagana og má sjá brum á flestum trjám auk þess sem fuglasöngur í trjánum er farinn að aukast með hverjum deginum sem líður. Ekki er minna líf í mannfólkinu en þegar ekið er um Danskar sveitir má sjá stórtækar vinnuvélar á öllum ökrum við vorverkin. Meðal þess sem fylgir vorverkunum er áburður á tún og hér í minni sveit er mest notað lífrænt sem gefur augaleið að lyktar öðruvísi en það boðar um leið vorið. Krókusarnir skjóta sér upp úr grasinu víðsvegar um garðinn og læt ég fylgja hér mynd af þeim fallega vorboða :)Kv, BK
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:
Athugasemdir
Heyrðu frændi.
Þú ert að segja að danskar sveitit séu "fullar af skít"....he he
Kristinn (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 20:04
Já kunni ekki við að orða það þannig :)
Bjarni Kristinsson, 15.3.2011 kl. 22:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.